25.11.2012 | 20:51
Íslenskur fiskur!
Dagarnir mínir eru nú farnir að vera nokkuð venjulegir bara, vinna og svo skóli, hitta einhverja eða slaka á. Um daginn var reyndar einhver Sankt Martin dagur, eða dagar, það var áhugavert.
Ég ætla að lýsa þessu eins og það var í skólanum hjá eldri stelpunum hérna. Þær sem sagt voru búnar að föndra einhverjar pappa luktir og mættu í skólann um 6 leytið að kvöldi til. Svo byrjaði nokkurs konar skrúðganga þar sem fremstur fór einhver "Sankt Martin" í einhverjum búningi á hesti, og á eftir kom allur skólinn með kertaluktirnar sínar, bekkirnir höfðu föndrað ólíkar luktir. Svo fór skrúðgangan einhvern hring og endaði í skólanum þar sem var brenna og allir að drekka glühwein og borða weckmänner, einhvers konar brauðkalla. Svo eftir á fóru krakkarnir með luktirnar sínar í hús að syngja Laterna-lög og fá nammi fyrir. Rosa krúttað. Svo var þetta daginn eftir í leikskólanum hjá stráknum, nem allt bara aðeins minna.
Myndirnar mínar eyddust einhverra hluta vegna en hér eru svipaðar luktir sem ég fann á google (Y).
Þar sem það gerist ekkert merkilegt hjá mér á virkum dögum ætla ég bara aðeins að segja frá helginni. Á föstudaginn kíkti ég á smá skrall með vinkonum í Köln, en byrjaði kvöldið samt með kanadískri stelpu sem er líka au pair hérna í Bergisch Gladbach og þýska kærastanum hennar. (Fun fact, hún heitir Gloria og það fyrsta sem ég hugsa alltaf um er Gloria í modern family, númer tvö sem mér dettur í hug er flóðhesturinn í Madagascar, svo kemur hún númer 3, vel gert Kolbrún.) Við fórum og fengum okkur nachos og kokteila. Hittum svo liðið inni í Köln og tjúttuðum þar í smá stund, en fórum svo snemma heim bara.
Á laugardaginn hitti ég svo Ivönu í Köln og ætluðum við að skoða jólamarkaði (Sem eru btw út um allt!) og svona kósýheit, en enduðum í staðin í einhverju mega íslendingapartýi. Ég hafði semsagt séð það auglýst í einhverri grúppu sem ég er í á facebook að það væri plokkfiskspartý fyrir íslendinga í Köln og allir velkomnir, svo ég stakk upp á því að við myndum kíkja í hálftíma kannski. Það endaði svo bara í fjórum tímum! En það var mega gaman, svo gaman að fá að tala íslensku og fá íslenskan fisk. Fullt af skemmtilegu fólki þarna og bara almennt spjall yfir íslenskum fisk, bjór og jólalögum, gerist varla betra :)
Annars er næsta vika bara venjuleg held ég, vonandi gef ég mér tíma í jólamarkaði, og svo vonandi á Dikta tónleika líka, vííí.
Ætla halda áfram að vera löt á sunnudagskvöldi og hlusta á léttbylgjuna. Og já, skal reyna að hafa næsta blogg myndskreyttara, ég veit að þau verða leiðinleg án mynda.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.