Karneval

Á sunnudaginn 11.11. klukkan 11:11 byrjaði Karneval hérna í Köln. (Til hamingju með afmælisdaginn elsku Amma!). Daginn áður fór ég með nágrannastelpunni inn til Kölnar og við fórum í búningaleit fyrir mig og hún bauð mér að vera með sér og vinum sínum á Karnevalinu. Mér fannst það rosa gaman, að fá að upplifa Karnevalið með þjóðverjum sem kunnu á allt og vissu hvernig allt virkaði.
Daginn eftir var ég mætt heim til Fabianne klukkan átta, og rétt fyrir níu vorum við orðnar sjóræningjar og tókum lestina með 7 vinum hennar til Heumarkt, sem er í gamla bænum. Þá var þegar fullt byrjað, rúmum einum og hálfum klukkutíma áður en allt átti að byrja opinberlga. Einhverjar "litlar" hljómsveitir að spila Kölsch-ska tónlist og svona. Myndi giska á að það hafi verið svona 10þús manns þarna á torginu og fór svo bara fjölgandi. Úff. Það tók okkur til dæmis rúman hálftíma að fara á klósettið, sem var í svona 10 metra fjarlægð frá okkur.
Svo sló klukkan 11:11 og allt varð brjálað, það var mega fjör og "stóru" hljómsveitirnar byrjuðu að spila, auðvitað bara Kölsch-ska tónlist. Hér er eitt skemmtilegasta lagið:


Þið sem skiljið þýsku, ekki vera hissa ef þið skiljið ekki mikið, því þetta er mállýska sem meira að segja fólk héðan á erfitt með að skilja.

Einhverra hluta vegna man ég ekki smáatriðin eftir þetta helsta (HEHE) en við vorum bara að hafa gaman. Einn strákurinn kallaði mig alltaf Helsinki því hann hélt ég kæmi frá Finnlandi, sama hvað ég sagði, og svo fannst honum þýskan mín skemmtileg. Um 4 leytið fór ég heim, en þó ekki lengi því stuttu eftir ákvað ég að fara aftur út og hitta skólavinina. Með þeim kíkti ég á tónleika á Heumarkt og svo á nokkra bari, þar sem var að sjálfsögðu ekkert annað spilað en Kölsch-tónlist, tja og Of monsters and men. Jebb, hljómaði álíka vinsælt. Fór svo bara heim um 11 leytið, virkilega þreytt en sátt þar sem ég þurfti ekki að byrja vinna fyrr en 2 í gær, frekar nice. Annars get ég ekki beðið eftir febrúar, þá er alvöru Karnevalið! 5 dagar af fjöri, meira að segja líka hér í Bergisch Gladbach.

Karneval 2012 037
Fabianne og ég

Karneval 2012 008 
Gengið

Karneval 2012 064 
Ég og Ivana, makedónían mín.

Annars fyrir utan Karnevalið er bara allt ágætt að frétta, nema ég er veik eins og stendur. Á föstudagskvöldið var ég að passa börnin í fyrsta skipti um kvöld og gekk það bara eins og í sögu, hvað annað? Annars er alltaf nóg að gera. Skóli mánudags -og miðvikudagskvöld, vinna til ca. 5 alla daga, og ef ég er ekki að vinna eða í skólanum er ég oftast með plön með vinunum hér. Get ekki kvartað :) Það er byrjað að skreyta miðbæinn og jólabarnið ég er að verða allt of spennt. Jóladagatalið bíður tilbúið eftir desember og svo er ég farin að velta því fyrir mér hvort jólasveinarnir rati ekki örugglega til Þýskalands? Júúú. Ætla meira að segja að fara að pæla í jólagjöfum, langar helst að hafa nægan tíma í desember til að leika mér á jólamörkuðum. Annars ætla ég ekki að hafa þetta lengra, bara halda áfram að hlusta á léttbylgjuna (jólalögin byrjuð fyrir þá sem ekki vissu!) og reyna að láta mér batna.
Aufwiedersehen!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband