Ein bischen djamm und essen

Enn önnur helgin að baki og ef ég kann að telja er ég búin að vera í Þýskalandi í 65 daga. Ég held ég sé búin að heyra Of Monsters and Men í útvarpinu á hverjum degi. Þeir sem vita ekki þegar að það sé íslensk hljómsveit fá að sjálfsögðu að vita það ef ég er nálægt.

Sara, vinkona mín hér, er nánast starstruck þegar hún hittir mig eftir að ég útskýrði íslendingabók fyrir henni og fletti upp Jónsa úr Sigurrós fyrir framan hana. Við erum sexmenningar. Hún póstaði mynd af mér á facebook og sagðist vera með frænku Sigurrósar og allir Paraguayísku vinir hennar fengu sjokk. Annars var þetta góð helgi. 

318824_10151069093301971_1556528970_n

Á föstudaginn var djamm, ég kíkti út með Ivönu, Harry og Jannis sem eru makedónísk og grískir úr skólanum, og svo hittum við Söru og nokkrar vinkonur hennar og kíktum í eitthvað partý í vöruskemmu sem hét GoBananas. Okkur fannst það kúl nafn á partýi svo við skelltum okkur.
Það var fínt þar, minnti mig skuggalega mikið á Langóball, tónlistin sérstaklega. Skólavinirnir mínir nenntu ekki að vera þar svo við fórum á staðinn "okkar" sem heitir La croque, alltaf fjör þar. Þar sem það er svo mikið vesen fyrir mig aðkomast heim á nóttunni gisti ég með bekkjarfélögunum og í gær fórum ég og Ivana að versla, eða tja, það var ekki planið en það var svo ógeðslega kalt að ég neyddist til að kaupa mér eina peysu. Annars vorum við bara að leika okkur á göngugötunni með heitt kakó og kósýheit. Svo kom ég heim um hálf átta leytið í gærkvöldi og hafði það mjög kósý bara, skype-aði við afmælis Júlíus sem ég sakna aðeins of mikið. Rétt þegar ég skellti á hann hringdi Guðrún Helga á skype svo ég spjallaði við hana og Jóhönnu, og rétt eftir það spjallaði ég við Bryndísi, Eddu, Eydísi og Ingibjörgu sem voru víst á leiðinni á tónleika (...gæti hafa breyst haha). Og svo hringdi Eydís í mig frá airwaves :( Svolítið mikið sakn á Ísland en það verður bara að hafa það.

dúllur 

Í dag á amman afmæli svo hún bauð okkur í fáranlega fancy lunch! (Var byrjuð á setningunni: Und Heute hat Omi Geburtstag... gut gemacht Kolbrún.) Ég ætla að reyna að lýsa þessum lunch sem var allt of fancy fyrir venjulegu Kolbrúnu.

Við mættum og þjónninn kom og tók af okkur yfirhafnirnar og hengdi þær upp og svo fengum við matseðla. Meðan við vorum að skoða matseðlana kom kampavín á borðið, í boði hússins. Lang besta vín sem ég hef smakkað! Svo kom for-forréttur, líka í boði hússins. Ég hef ekki hugmynd um hvað það var og þeir sem þekkja mig vita að ég er alltaf svolítið hrædd við svoleiðis, allavega ef það einhver dýraafurð. Það var semsagt einhver rauð jelly klessa sem ég skildi ekkert hvað var, og af bragðinu að dæma voru það ekki ávextir eða grænmeti. Ekki gott. Það sem var við hliðina á klessunni skildi ég, Waldtieremouss. Skógardýramús...jebb. Þarf nú ekki að segja meira en að ég hafi skóflað henni í mig og haldið ofan í mér andanum á meðan (og kláraði svo vatnsglasið mitt) því ég vildi nú ekki vera ókurteis og borða ekki matinn minn. Við hliðina á því var eitthað túnfisk dót, sem bragaðist eitthvað svipað og sushi, svo það slapp fyrir horn.
Næst kom forrétturinn, ég fékk eitthvað fuglakjöt af einhverjum pínu litlum fugli, full skrítið fyrir minn smekk en það bragðaðist ágætlega með rauðvíninu sem kom með.
Aðalrétturinn var frábær, nautasteik með einhverju hrísgrjónagumsi (er ég ekki sniðug að tala um matinn á svona fancy stað sem gums? mér finnst það.) og rótargrænmeti. Og rauðvín. Já, gellan varð tipsy í fjölskylduhádegismatarboði, vel gert.
Næst kom desertinn og hann var líka mjög góður, heit súkkulaðikaka, einhverskonar sorbet og svo súkkulaðimús með kiwigumsi ofaná. Needless to say þá er þetta það eina sem ég er búin og mun borða í dag. 
Eftir það fór ég og fjölskyldan á sundmót þar sem elsta stelpan var að keppa og gekk ágætlega, lenti í 4 sæti :) Reyndar lenti hún fyrst í 2. sæti þar sem flugsund átti ekki að telja inn í lokaeinkunnina en svo var því víst breytt á síðustu stundu og enginn látinn vita, frekar leiðinlegt. Hún er bara búin að kunna flugsund í 4 mánuði svo henni gekk ekkert rosalega vel í því. (Ætlar einhver að segja að ég sé ekki orðin góð í þýsku þar sem mér tókst að skilja þetta án nokkurra vandkvæða?!)

Ég kveð að sinni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband