Genau

Ef einhver les þetta mæli ég með blogginu sem er á undan fyrst, það var svona fyrstablogg, svo kemur þetta! 

Ég er komin aftur til Kölnar, vúhú! Eða reyndar Bergisch Gladbach heitir það víst en það er næsti "bær" við Köln. Ég er samt jafn lengi inn í miðborgina og ég var áður, semsagt 20 mín með lest. Nema í þetta skipti er það S-bahn sem er eins og lest en ekki þetta innanbæjar metro dót. Skiptir svo sem ekki miklu nema bara að S-bahninn gengur ekki jafn oft og hættir fyrr á nóttunni, en það bjargast! 
Nýja fjölskyldan er rosa fín. Samanstendur af móður og föður og þremur börnum, stelpum sem eru 6 og 8 ára og strák sem er 2 ára. Rosa skemmtilegir krakkar. Ég bý í kjallaranum og það er geðveikt nice. Stórt herbergi og sér baðherbergi, virkilega nice.

Haust 2012 007 Haust 2012 008

Ég kom til Kölnar á sunnudagskvöldið en þá var ég búin að vera í Wendlingen í næstum mánuð. Þar hafði ég það rosa gott og svo komu mamma, pabbi og Júlíus í heimsókn í nokkra daga og það var alveg frábært. Við versluðum, borðuðum, versluðum, borðuðum, fórum í skemmtigarð, útsýnisturn, súkkulaðiverksmiðju og borðuðum svo aðeins meira. Svo taldi Júlíus alla flottu bílana sem hann sá. Fékk svolitla heimþrá þegar ég kvaddi þau en hvað um það, ég er komin með miða heim um jólin! 

Haust 2012 058
Kata og Júlíus brugðu á leik.

Haust 2012 057 
Svo borðuðum við Kata dýrindis Käsespätsle. Ég veit eiginlega ekki hvað það er, gæti verið að það minni eitthvað á pasta, en samt ekki. En það er rosa gott með fullt af osti.

En þar sem ég er komin aftur til Kölnar er ég komin aftur í tungumálaskólann sem ég fer í tvö kvöld í viku og er búin að hitta Ivönu og alla aftur, veii :) Ivana er sem sagt makedónísk vinkona mín hér. Þegar ég fer í skólann er ég alltaf spennt að sjá upp á hverju einn grískur bekkjarfélagi tekur upp á. Hann er svona á milli fimmtugs og sextugs og er alltaf mjög áhugaverður. Hann er til dæmis mjög duglegur að hjálpa kennaranum, stendur oft upp og strokar út af töflunni fyrir hann og svona. Hann veit alltaf hvort sögn er í þolfalli eða þágufalli. Í fyrstu tímunum var hann alltaf á tásunum. Hann kemur oft á hlaupahjóli. Einusinni kom hann með nammi og gaf öllum. Hann var gráhærður fyrir haustfrí en kom með brúnt hár til baka. Skólataskan hans er bastkarfa. Ég er alltaf spennt að sjá upp á hverju Kostas tekur! 

Eftir tímann í gær kíktum við Ivana og nokkrir fleiri út í bjór sem endaði í hálfgerðu djammi þar sem spænksur Jóker (batmanjóker sko) reyndi við mig allt kvöldið. Hann trúði mér ekki þegar ég sagðist ekki eiga símanúmer þar sem ég hélt á símanum mínum, oh well. Annars var gaman og ég stefni á annað djamm á morgun, alvöru djamm. Þá er ég að fara að hitta paraguayíska vinkonu mína, Söru. Ég reikna með að einhverjir fleiri skólavinir mínir komi samt með líka.

Annars ætla ég ekki að hafa þetta lengra í bili, bis nachste mal! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilld Kolla!

Ég ætla að vera fastagestur hér. Svo ekki gera neitt sem ég mundi ekki gera ;)

Skemmtu þér bilað vel!

Margrét Hanna (IP-tala skráð) 1.11.2012 kl. 22:58

2 identicon

Jei!

Nanna (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband