Staatsangehörigkeit

Þar sem Jónas nokkur Guðmundsson gaf mér leyfi til að stofna blogg ákvað ég að gera það. Ekki það að ég reikni með að margir lesi það, en mér finnst alltaf gaman að lesa blogg hjá vinum mínum í útlöndum svo ég ákvað að prófa.

Fyrir ykkur sem ekki vita er ég að leika mér í Þýskalandi og er búin að vera hér í einn og hálfan mánuð. Ég var au-pair hjá fjölskyldu í Köln en það gekk ekki. Núna er ég hjá Hebu og Þórhalli, vinafólki mömmu og pabba í Wendlingen við Stuttgart. Ég hef það rosa gott hér þar sem ég chilla með Hebu á daginn og leik við Kötu og Krumma. Samtökin mín eru að leita að nýrri fjölskyldu fyrir mig og ég vil helst fara aftur til Kölnar, það er frábær borg. Svo er ég í þýskuskóla þar og á vini. Og svo er eeendalaust af tónleikum þar, sé fram á að ég verði blönk eingöngu út af tónleikum. En það reddast.
Ég hélt að Þýskaland væri mjög líkt Íslandi en það er alveg furðulega margt sem er ekki eins! Skal koma með nokkur dæmi:

  • Fullt af skrítnum dýrum. Sá þau bara strax. Broddgeltir og Íkornar útum allt og auðvitað einhverjar óspennandi pöddur. Hef líka séð nokkra fálka! Og fullt af hestum, og pony hestum. Og íslenska hesta.
  • Ég hef séð fullt af eplatrjám. Svo er fullt af trjám með svona hnetum eins og íkorninn í ísöld sem var alltaf að elta, þær koma alveg fljúgandi úr öllum áttum og ég hef fengið nokkrar í hausinn. Aftur að eplatrjánum, þið Langhyltingar hljótið að muna þegar við fórum niður í Laugardal á haustin að týna laufblöð (rock on!). Kata fór um daginn með skólanum sínum út í skóg að týna epli! Hversu svalt.
  • Þeir þjóðverjar sem ég hef kynnst borða "stóran heitan" hádegismat og brauð á kvöldin, Abendsbrot. Mér finnst það ekki gaman. Og þessi "heiti" hádegismatur sem þau borða er oftar en ekki eitthvað tilbúið og hitað, s.s. kjúklinga -eða fisknaggar, frosið lasagna, pizzur, o.s.frv. Þannig er það amk. þar sem ég hef verið og hef heyrt að það sé svona á mörgum fleiri stöðum. Ég er greinilega allt of góðu vön heima, þar sem ég missti svona 3 kíló á fyrsta mánuðinum. (Sem eru reyndar örugglega komin aftur, en hvað um það.)
  • Mér finnst margt hérna vera rosalega gamaldags. Eins og til dæmis bankarnir og ráðhúsin sem ég hef farið inní. Það er að innan eins og var á Íslandi á níunda áratugnum (plís að það sé 80's? ég er allavega að meina það haha). Eða ég ímynda mér amk að það hafi verið eftir að hafa séð myndir og Fasta liði eins og venjulega. Gólfin eru teppalögð, veggirnir svona gul-hvítir, hrikalegar gardínur og lýsingin er alveg hrikaleg, svakalega lekkert. Samt gengur þýsku bönkunum betur en þeim íslensku...hmm...
  • Rusl er flokkað rugl mikið hérna, það er svalt.
  • Þjóðverjar hjóla mikið, ekki eins og Danir kannski, en mikið samt.

Jæja, nóg í bili. Sé til hvort ég nenni að halda þessu úti. Mamma, pabbi og Júlíus koma á morgun og ég bókstaflega iða af spenningi, svo ég ætla að reyna að sofa.

Bis nächsten mal!


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband