Færsluflokkur: Bloggar

Tíminn líður þegar maður skemmtir sér

Ýmislegt búið að gerast síðan ég borðaði íslenskan fisk. Ég er til dæmis búin að skoða endalausa jólamarkaði, ég veit í alvörunni ekki hvað marga. Ég er búin að fara á jólamarkaðinn í Bergisch Gladbach, hann var ekkert spes, en lítill og krúttlegur. Svo er ég búin að fara á jólamarkaðinn í Neumarkt sem er í miðbænum þar sem aðal verslunargatan byrjar, svo er ég búin að fara á markaðinn við Dómkirkjuna, svo í Heumarkt sem er í gamla bænum og þar er skautasvell í miðjum markaði, svo á Rudolfsplatz og svo í Stadtgarten. Neumarkt, Dom og Heumarkt eru uppáhalds. Það er alltaf jafn kósý að labba um og skoða básana með Glühwein í hönd, þó skemmtilegra á virkum dögum en um helgar. Síðastliðnar tvær helgar er ég búin að upplifa þorláksmessustemningu í bænum þar sem varla er hægt að hreyfa sig fyrir fólki.

 Vetur 2012 034Vetur 2012 021Vetur 2012 015
Jólamarkaðurinn í Neumarkt, Við Dómkirkjuna og svo Glühwein, maður fær það alltaf í svona sætum bolla.

En að jólamarkaðinum í Stadtgarten. Á mánudaginn ákvað ég að skella mér á Dikta tónleika og samkvæmt tónleikaappinu mínu voru þeir staðsettir í Stadtgarten svo ég skellti mér þangað. Samkvæmt maps í símanum var ég komin á réttan stað (Ok, iphone maps en samt) en ég sá bara jólamarkað, en ég ákvað að skella mér í smá jólamarkaðsrölt fyrst ég var komin þangað. Svo var ég búin að vera í góðan hálftíma að leita að tónleikasvæðinu þegar ég mæti svo bara Hauki, söngvaranum í Dikta. Hann gat ekki hjálpað mér mikið en hann vissi allavega hvar byggingin var, svo ég komst inn á endanum. Þetta voru frábærir tónleikar og mér fannst upphitunargaurinn mjög góður líka, já og myndarlegur, Jan eitthvað (HEHEHE). Það voru svona 50-70 manns á þessum tónleikum svo þetta var bara virkilega kósý, og að fá smá íslenskt í hjartað. Ég hitti Ásu þar, íslenska konu sem býr í Köln, en annars held ég að það hafi ekki verið neinir aðrir íslendingar, svo Dikta er ágætlega þekkt hérna úti. Og allt ætlaði að verða vitlaust þegar þeir tóku Thank you og Just getting started. Jólabarnið ég var rosa glöð þegar þeir tóku Nóttin var sú ágæt ein. Reyndar áhugavert þegar þeir reyndu að fá alla til að syngja með í því.

 Vetur 2012 017

Á fimmtudaginn kom Nikulás, þýski jólasveinninn, og þegar ég vaknaði var líka svona fínn nammipoki í skónum mínum :)

Svo var ég í fríi allan daginn svo ég fór snemma inn í Köln að verslaVetur 2012 053 jólagjafir. Og skoða jólamarkaði í rólegheitum, sem er margfalt betra. Það var rosa kósý að stússast alein allan daginn og ég held ég sé nokkurn vegin komin með jólagjafirnar, veiii. Já og þar rakst ég á Fabienne, nágranna stelpuna.

Á föstudaginn gerði ég ekki mikið, þá kom fullt af snjó, alveg svona 30 cm sem er rooosa mikið hér víst. Ég var úti að leika við krakkana þá og kíkti á ballettíma hjá miðjustelpunni. Svo var ég bara heima um kvöldið því ég þurfti að vakna snemma.
Í gær, Laugardag sem sagt var ég mætt kl. 9 á eitthvað skyndihjálparnámsskeið á vegum samtakana sem ég er hjá. Það var svo sem ágætt. ÞAÐ ER SVO KALT! Það eru kannski svona -2°C en mér finnst það í alvöru vera eins og þegar það er -10° heima, ég fór úr vettlingunum í 5 sek og ég gat varla hreyft fingurna. Í gærkvöldi kíkti ég út með Ivönu og Harry. Við byrjuðum á Starbucks af því að okkur var svo kalt. Þegar ég var að kaupa kaffið mitt hitti ég Alexei sem er með okkur í bekk. Sem sagt, á tveimur dögum var ég búin að hitta tvo sem ég þekki óvart, ég bjóst aldrei við því að þetta myndi gerast í Þýskalandi. Ég þekki svona 20 manneskjur hérna og í Köln býr 1 milljón! En allavega, svo fórum við á bari og klúbba og skemmtum okkur til hálf sex.

Í dag, sunnudag, vaknaði ég um hádegisbilið og var bara í rólegheitunum þangað til gastmutterin spurði hvort mig langaði ekki að kíkja með þeim til Bonn. Auðvitað var ég til í það, alltaf gaman að sjá nýja staði. En svo fórum við á pixar safn í Bonn! Getiði ýmindað ykkur, Disney lúðinn ég missti mig auðvitað í gleðinni. Ég skemmti mér lang best þarna, krökkunum fannst þetta fínt en þau höfðu bara séð svona helminginn af myndunum. Þarna voru upprunalegu myndirnar þegar það var verið að teikna fullt af karakterum, eins og t.d. Dóru og fleiri dýr úr Nemó, Zurg, flesta úr Monsters INC og fleira. Þetta var sem sagt mest krassað með blýanti á blöð, og svo voru einhver comment svona eins og „hérna á myndavélin að sjá á milli tannanna í hákarlinum“. Fáranlega nett. Svo var eitthvað svona toystory bíó, sem var einhvers konar hringekja, og svo voru blikkljós og hringekjan snérist svo þetta leit út fyrir að vera bíómynd. Allt of kúl. Og svo var eitthvað annað bíó þarna, og Benedikt (2 ára strákurinn „minn“) var alveg stjarfur og fannst þetta algjör snilld, kallaði yfir allt „FLUGZEUG! AUTO! VIELE AUTOS! LUFTBABBÚN(Hans orð fyrir luftballon, blöðru). VÁ! Hvað ætli komi næst!?“ o.s.f.rv. og flestir voru farnir að fylgjast bara með viðbrögðunum hans haha. Þannig að, ef einhver kemur í heimsókn til mín veit ég hvert ég fer með hann í skoðunarferð!Vetur 2012 114
Ég og fóstbræður mínir

Vá, í þessu orði er ég komin með 847 orð. Ég dáist að ykkur ef þið nennið að lesa þetta, og endilega látið mig vita ef þið gerið það, BITTE!

 

Vetur 2012 045        
Að lokum, besta dagatal sem ég hef átt!
Alltaf eitthvað mega gott á hverjum degi.

 

 


Íslenskur fiskur!

Dagarnir mínir eru nú farnir að vera nokkuð venjulegir bara, vinna og svo skóli, hitta einhverja eða slaka á. Um daginn var reyndar einhver Sankt Martin dagur, eða dagar, það var áhugavert.

Ég ætla að lýsa þessu eins og það var í skólanum hjá eldri stelpunum hérna. Þær sem sagt voru búnar að föndra einhverjar pappa luktir og mættu í skólann um 6 leytið að kvöldi til. Svo byrjaði nokkurs konar skrúðganga þar sem fremstur fór einhver "Sankt Martin" í einhverjum búningi á hesti, og á eftir kom allur skólinn með kertaluktirnar sínar, bekkirnir höfðu föndrað ólíkar luktir. Svo fór skrúðgangan einhvern hring og endaði í skólanum þar sem var brenna og allir að drekka glühwein og borða weckmänner, einhvers konar brauðkalla. Svo eftir á fóru krakkarnir með luktirnar sínar í hús að syngja Laterna-lög og fá nammi fyrir. Rosa krúttað. Svo var þetta daginn eftir í leikskólanum hjá stráknum, nem allt bara aðeins minna. 


Myndirnar mínar eyddust einhverra hluta vegna en hér eru svipaðar luktir sem ég fann á google (Y).

Þar sem það gerist ekkert merkilegt hjá mér á virkum dögum ætla ég bara aðeins að segja frá helginni. Á föstudaginn kíkti ég á smá skrall með vinkonum í Köln, en byrjaði kvöldið samt með kanadískri stelpu sem er líka au pair hérna í Bergisch Gladbach og þýska kærastanum hennar. (Fun fact, hún heitir Gloria og það fyrsta sem ég hugsa alltaf um er Gloria í modern family, númer tvö sem mér dettur í hug er flóðhesturinn í Madagascar, svo kemur hún númer 3, vel gert Kolbrún.) Við fórum og fengum okkur nachos og kokteila. Hittum svo liðið inni í Köln og tjúttuðum þar í smá stund, en fórum svo snemma heim bara. 
Á laugardaginn hitti ég svo Ivönu í Köln og ætluðum við að skoða jólamarkaði (Sem eru btw út um allt!) og svona kósýheit, en enduðum í staðin í einhverju mega íslendingapartýi. Ég hafði semsagt séð það auglýst í einhverri grúppu sem ég er í á facebook að það væri plokkfiskspartý fyrir íslendinga í Köln og allir velkomnir, svo ég stakk upp á því að við myndum kíkja í hálftíma kannski. Það endaði svo bara í fjórum tímum! En það var mega gaman, svo gaman að fá að tala íslensku og fá íslenskan fisk. Fullt af skemmtilegu fólki þarna og bara almennt spjall yfir íslenskum fisk, bjór og jólalögum, gerist varla betra :)
Annars er næsta vika bara venjuleg held ég, vonandi gef ég mér tíma í jólamarkaði, og svo vonandi á Dikta tónleika líka, vííí.
Ætla halda áfram að vera löt á sunnudagskvöldi og hlusta á léttbylgjuna. Og já, skal reyna að hafa næsta blogg myndskreyttara, ég veit að þau verða leiðinleg án mynda.


Karneval

Á sunnudaginn 11.11. klukkan 11:11 byrjaði Karneval hérna í Köln. (Til hamingju með afmælisdaginn elsku Amma!). Daginn áður fór ég með nágrannastelpunni inn til Kölnar og við fórum í búningaleit fyrir mig og hún bauð mér að vera með sér og vinum sínum á Karnevalinu. Mér fannst það rosa gaman, að fá að upplifa Karnevalið með þjóðverjum sem kunnu á allt og vissu hvernig allt virkaði.
Daginn eftir var ég mætt heim til Fabianne klukkan átta, og rétt fyrir níu vorum við orðnar sjóræningjar og tókum lestina með 7 vinum hennar til Heumarkt, sem er í gamla bænum. Þá var þegar fullt byrjað, rúmum einum og hálfum klukkutíma áður en allt átti að byrja opinberlga. Einhverjar "litlar" hljómsveitir að spila Kölsch-ska tónlist og svona. Myndi giska á að það hafi verið svona 10þús manns þarna á torginu og fór svo bara fjölgandi. Úff. Það tók okkur til dæmis rúman hálftíma að fara á klósettið, sem var í svona 10 metra fjarlægð frá okkur.
Svo sló klukkan 11:11 og allt varð brjálað, það var mega fjör og "stóru" hljómsveitirnar byrjuðu að spila, auðvitað bara Kölsch-ska tónlist. Hér er eitt skemmtilegasta lagið:


Þið sem skiljið þýsku, ekki vera hissa ef þið skiljið ekki mikið, því þetta er mállýska sem meira að segja fólk héðan á erfitt með að skilja.

Einhverra hluta vegna man ég ekki smáatriðin eftir þetta helsta (HEHE) en við vorum bara að hafa gaman. Einn strákurinn kallaði mig alltaf Helsinki því hann hélt ég kæmi frá Finnlandi, sama hvað ég sagði, og svo fannst honum þýskan mín skemmtileg. Um 4 leytið fór ég heim, en þó ekki lengi því stuttu eftir ákvað ég að fara aftur út og hitta skólavinina. Með þeim kíkti ég á tónleika á Heumarkt og svo á nokkra bari, þar sem var að sjálfsögðu ekkert annað spilað en Kölsch-tónlist, tja og Of monsters and men. Jebb, hljómaði álíka vinsælt. Fór svo bara heim um 11 leytið, virkilega þreytt en sátt þar sem ég þurfti ekki að byrja vinna fyrr en 2 í gær, frekar nice. Annars get ég ekki beðið eftir febrúar, þá er alvöru Karnevalið! 5 dagar af fjöri, meira að segja líka hér í Bergisch Gladbach.

Karneval 2012 037
Fabianne og ég

Karneval 2012 008 
Gengið

Karneval 2012 064 
Ég og Ivana, makedónían mín.

Annars fyrir utan Karnevalið er bara allt ágætt að frétta, nema ég er veik eins og stendur. Á föstudagskvöldið var ég að passa börnin í fyrsta skipti um kvöld og gekk það bara eins og í sögu, hvað annað? Annars er alltaf nóg að gera. Skóli mánudags -og miðvikudagskvöld, vinna til ca. 5 alla daga, og ef ég er ekki að vinna eða í skólanum er ég oftast með plön með vinunum hér. Get ekki kvartað :) Það er byrjað að skreyta miðbæinn og jólabarnið ég er að verða allt of spennt. Jóladagatalið bíður tilbúið eftir desember og svo er ég farin að velta því fyrir mér hvort jólasveinarnir rati ekki örugglega til Þýskalands? Júúú. Ætla meira að segja að fara að pæla í jólagjöfum, langar helst að hafa nægan tíma í desember til að leika mér á jólamörkuðum. Annars ætla ég ekki að hafa þetta lengra, bara halda áfram að hlusta á léttbylgjuna (jólalögin byrjuð fyrir þá sem ekki vissu!) og reyna að láta mér batna.
Aufwiedersehen!


Ein bischen djamm und essen

Enn önnur helgin að baki og ef ég kann að telja er ég búin að vera í Þýskalandi í 65 daga. Ég held ég sé búin að heyra Of Monsters and Men í útvarpinu á hverjum degi. Þeir sem vita ekki þegar að það sé íslensk hljómsveit fá að sjálfsögðu að vita það ef ég er nálægt.

Sara, vinkona mín hér, er nánast starstruck þegar hún hittir mig eftir að ég útskýrði íslendingabók fyrir henni og fletti upp Jónsa úr Sigurrós fyrir framan hana. Við erum sexmenningar. Hún póstaði mynd af mér á facebook og sagðist vera með frænku Sigurrósar og allir Paraguayísku vinir hennar fengu sjokk. Annars var þetta góð helgi. 

318824_10151069093301971_1556528970_n

Á föstudaginn var djamm, ég kíkti út með Ivönu, Harry og Jannis sem eru makedónísk og grískir úr skólanum, og svo hittum við Söru og nokkrar vinkonur hennar og kíktum í eitthvað partý í vöruskemmu sem hét GoBananas. Okkur fannst það kúl nafn á partýi svo við skelltum okkur.
Það var fínt þar, minnti mig skuggalega mikið á Langóball, tónlistin sérstaklega. Skólavinirnir mínir nenntu ekki að vera þar svo við fórum á staðinn "okkar" sem heitir La croque, alltaf fjör þar. Þar sem það er svo mikið vesen fyrir mig aðkomast heim á nóttunni gisti ég með bekkjarfélögunum og í gær fórum ég og Ivana að versla, eða tja, það var ekki planið en það var svo ógeðslega kalt að ég neyddist til að kaupa mér eina peysu. Annars vorum við bara að leika okkur á göngugötunni með heitt kakó og kósýheit. Svo kom ég heim um hálf átta leytið í gærkvöldi og hafði það mjög kósý bara, skype-aði við afmælis Júlíus sem ég sakna aðeins of mikið. Rétt þegar ég skellti á hann hringdi Guðrún Helga á skype svo ég spjallaði við hana og Jóhönnu, og rétt eftir það spjallaði ég við Bryndísi, Eddu, Eydísi og Ingibjörgu sem voru víst á leiðinni á tónleika (...gæti hafa breyst haha). Og svo hringdi Eydís í mig frá airwaves :( Svolítið mikið sakn á Ísland en það verður bara að hafa það.

dúllur 

Í dag á amman afmæli svo hún bauð okkur í fáranlega fancy lunch! (Var byrjuð á setningunni: Und Heute hat Omi Geburtstag... gut gemacht Kolbrún.) Ég ætla að reyna að lýsa þessum lunch sem var allt of fancy fyrir venjulegu Kolbrúnu.

Við mættum og þjónninn kom og tók af okkur yfirhafnirnar og hengdi þær upp og svo fengum við matseðla. Meðan við vorum að skoða matseðlana kom kampavín á borðið, í boði hússins. Lang besta vín sem ég hef smakkað! Svo kom for-forréttur, líka í boði hússins. Ég hef ekki hugmynd um hvað það var og þeir sem þekkja mig vita að ég er alltaf svolítið hrædd við svoleiðis, allavega ef það einhver dýraafurð. Það var semsagt einhver rauð jelly klessa sem ég skildi ekkert hvað var, og af bragðinu að dæma voru það ekki ávextir eða grænmeti. Ekki gott. Það sem var við hliðina á klessunni skildi ég, Waldtieremouss. Skógardýramús...jebb. Þarf nú ekki að segja meira en að ég hafi skóflað henni í mig og haldið ofan í mér andanum á meðan (og kláraði svo vatnsglasið mitt) því ég vildi nú ekki vera ókurteis og borða ekki matinn minn. Við hliðina á því var eitthað túnfisk dót, sem bragaðist eitthvað svipað og sushi, svo það slapp fyrir horn.
Næst kom forrétturinn, ég fékk eitthvað fuglakjöt af einhverjum pínu litlum fugli, full skrítið fyrir minn smekk en það bragðaðist ágætlega með rauðvíninu sem kom með.
Aðalrétturinn var frábær, nautasteik með einhverju hrísgrjónagumsi (er ég ekki sniðug að tala um matinn á svona fancy stað sem gums? mér finnst það.) og rótargrænmeti. Og rauðvín. Já, gellan varð tipsy í fjölskylduhádegismatarboði, vel gert.
Næst kom desertinn og hann var líka mjög góður, heit súkkulaðikaka, einhverskonar sorbet og svo súkkulaðimús með kiwigumsi ofaná. Needless to say þá er þetta það eina sem ég er búin og mun borða í dag. 
Eftir það fór ég og fjölskyldan á sundmót þar sem elsta stelpan var að keppa og gekk ágætlega, lenti í 4 sæti :) Reyndar lenti hún fyrst í 2. sæti þar sem flugsund átti ekki að telja inn í lokaeinkunnina en svo var því víst breytt á síðustu stundu og enginn látinn vita, frekar leiðinlegt. Hún er bara búin að kunna flugsund í 4 mánuði svo henni gekk ekkert rosalega vel í því. (Ætlar einhver að segja að ég sé ekki orðin góð í þýsku þar sem mér tókst að skilja þetta án nokkurra vandkvæða?!)

Ég kveð að sinni. 


Genau

Ef einhver les þetta mæli ég með blogginu sem er á undan fyrst, það var svona fyrstablogg, svo kemur þetta! 

Ég er komin aftur til Kölnar, vúhú! Eða reyndar Bergisch Gladbach heitir það víst en það er næsti "bær" við Köln. Ég er samt jafn lengi inn í miðborgina og ég var áður, semsagt 20 mín með lest. Nema í þetta skipti er það S-bahn sem er eins og lest en ekki þetta innanbæjar metro dót. Skiptir svo sem ekki miklu nema bara að S-bahninn gengur ekki jafn oft og hættir fyrr á nóttunni, en það bjargast! 
Nýja fjölskyldan er rosa fín. Samanstendur af móður og föður og þremur börnum, stelpum sem eru 6 og 8 ára og strák sem er 2 ára. Rosa skemmtilegir krakkar. Ég bý í kjallaranum og það er geðveikt nice. Stórt herbergi og sér baðherbergi, virkilega nice.

Haust 2012 007 Haust 2012 008

Ég kom til Kölnar á sunnudagskvöldið en þá var ég búin að vera í Wendlingen í næstum mánuð. Þar hafði ég það rosa gott og svo komu mamma, pabbi og Júlíus í heimsókn í nokkra daga og það var alveg frábært. Við versluðum, borðuðum, versluðum, borðuðum, fórum í skemmtigarð, útsýnisturn, súkkulaðiverksmiðju og borðuðum svo aðeins meira. Svo taldi Júlíus alla flottu bílana sem hann sá. Fékk svolitla heimþrá þegar ég kvaddi þau en hvað um það, ég er komin með miða heim um jólin! 

Haust 2012 058
Kata og Júlíus brugðu á leik.

Haust 2012 057 
Svo borðuðum við Kata dýrindis Käsespätsle. Ég veit eiginlega ekki hvað það er, gæti verið að það minni eitthvað á pasta, en samt ekki. En það er rosa gott með fullt af osti.

En þar sem ég er komin aftur til Kölnar er ég komin aftur í tungumálaskólann sem ég fer í tvö kvöld í viku og er búin að hitta Ivönu og alla aftur, veii :) Ivana er sem sagt makedónísk vinkona mín hér. Þegar ég fer í skólann er ég alltaf spennt að sjá upp á hverju einn grískur bekkjarfélagi tekur upp á. Hann er svona á milli fimmtugs og sextugs og er alltaf mjög áhugaverður. Hann er til dæmis mjög duglegur að hjálpa kennaranum, stendur oft upp og strokar út af töflunni fyrir hann og svona. Hann veit alltaf hvort sögn er í þolfalli eða þágufalli. Í fyrstu tímunum var hann alltaf á tásunum. Hann kemur oft á hlaupahjóli. Einusinni kom hann með nammi og gaf öllum. Hann var gráhærður fyrir haustfrí en kom með brúnt hár til baka. Skólataskan hans er bastkarfa. Ég er alltaf spennt að sjá upp á hverju Kostas tekur! 

Eftir tímann í gær kíktum við Ivana og nokkrir fleiri út í bjór sem endaði í hálfgerðu djammi þar sem spænksur Jóker (batmanjóker sko) reyndi við mig allt kvöldið. Hann trúði mér ekki þegar ég sagðist ekki eiga símanúmer þar sem ég hélt á símanum mínum, oh well. Annars var gaman og ég stefni á annað djamm á morgun, alvöru djamm. Þá er ég að fara að hitta paraguayíska vinkonu mína, Söru. Ég reikna með að einhverjir fleiri skólavinir mínir komi samt með líka.

Annars ætla ég ekki að hafa þetta lengra í bili, bis nachste mal! 


Staatsangehörigkeit

Þar sem Jónas nokkur Guðmundsson gaf mér leyfi til að stofna blogg ákvað ég að gera það. Ekki það að ég reikni með að margir lesi það, en mér finnst alltaf gaman að lesa blogg hjá vinum mínum í útlöndum svo ég ákvað að prófa.

Fyrir ykkur sem ekki vita er ég að leika mér í Þýskalandi og er búin að vera hér í einn og hálfan mánuð. Ég var au-pair hjá fjölskyldu í Köln en það gekk ekki. Núna er ég hjá Hebu og Þórhalli, vinafólki mömmu og pabba í Wendlingen við Stuttgart. Ég hef það rosa gott hér þar sem ég chilla með Hebu á daginn og leik við Kötu og Krumma. Samtökin mín eru að leita að nýrri fjölskyldu fyrir mig og ég vil helst fara aftur til Kölnar, það er frábær borg. Svo er ég í þýskuskóla þar og á vini. Og svo er eeendalaust af tónleikum þar, sé fram á að ég verði blönk eingöngu út af tónleikum. En það reddast.
Ég hélt að Þýskaland væri mjög líkt Íslandi en það er alveg furðulega margt sem er ekki eins! Skal koma með nokkur dæmi:

  • Fullt af skrítnum dýrum. Sá þau bara strax. Broddgeltir og Íkornar útum allt og auðvitað einhverjar óspennandi pöddur. Hef líka séð nokkra fálka! Og fullt af hestum, og pony hestum. Og íslenska hesta.
  • Ég hef séð fullt af eplatrjám. Svo er fullt af trjám með svona hnetum eins og íkorninn í ísöld sem var alltaf að elta, þær koma alveg fljúgandi úr öllum áttum og ég hef fengið nokkrar í hausinn. Aftur að eplatrjánum, þið Langhyltingar hljótið að muna þegar við fórum niður í Laugardal á haustin að týna laufblöð (rock on!). Kata fór um daginn með skólanum sínum út í skóg að týna epli! Hversu svalt.
  • Þeir þjóðverjar sem ég hef kynnst borða "stóran heitan" hádegismat og brauð á kvöldin, Abendsbrot. Mér finnst það ekki gaman. Og þessi "heiti" hádegismatur sem þau borða er oftar en ekki eitthvað tilbúið og hitað, s.s. kjúklinga -eða fisknaggar, frosið lasagna, pizzur, o.s.frv. Þannig er það amk. þar sem ég hef verið og hef heyrt að það sé svona á mörgum fleiri stöðum. Ég er greinilega allt of góðu vön heima, þar sem ég missti svona 3 kíló á fyrsta mánuðinum. (Sem eru reyndar örugglega komin aftur, en hvað um það.)
  • Mér finnst margt hérna vera rosalega gamaldags. Eins og til dæmis bankarnir og ráðhúsin sem ég hef farið inní. Það er að innan eins og var á Íslandi á níunda áratugnum (plís að það sé 80's? ég er allavega að meina það haha). Eða ég ímynda mér amk að það hafi verið eftir að hafa séð myndir og Fasta liði eins og venjulega. Gólfin eru teppalögð, veggirnir svona gul-hvítir, hrikalegar gardínur og lýsingin er alveg hrikaleg, svakalega lekkert. Samt gengur þýsku bönkunum betur en þeim íslensku...hmm...
  • Rusl er flokkað rugl mikið hérna, það er svalt.
  • Þjóðverjar hjóla mikið, ekki eins og Danir kannski, en mikið samt.

Jæja, nóg í bili. Sé til hvort ég nenni að halda þessu úti. Mamma, pabbi og Júlíus koma á morgun og ég bókstaflega iða af spenningi, svo ég ætla að reyna að sofa.

Bis nächsten mal!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband